Meira þarf til Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2019 07:30 Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun