Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2019 10:22 Vinsældir rafrettna hafa aukist gífurlega undanfarin ár. Vísir/GEtty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“ Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00
Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04
Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20