Mikil fjölgun í Háskóla þriðja æviskeiðsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:30 Nemendum hefur fjölgað um tæplega 600 á aðeins 7 árum. Mynd/Aðsend Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira