Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Ljóðið Myndir af flugmanni eftir Gary Claud Stokor er á minningarsteininum sem reistur var um flugmanninn Grant Wagstaff. Fréttablaðið/Auðunn Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent