Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 12:20 Fjallað var um erfiða stöðu í innanlandsflugi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur. Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur.
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira