Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Íslenska kokkalandsliðið hefur átt góðu gengi að fagna. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira