Ísland í öðru sætinu í Skopje: Fjögur gull og sex silfur á fyrri deginum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 20:33 Ásdís vann öruggan sigur í spjótkasti. mynd/frí Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira