Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 14:58 Richard Gere er mjög gagnrýninn á ítölsk stjórnvöld vegna innflytjendastefnu. AP/Valerio Nicolosi Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu. Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira