Vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 22:42 Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“ Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“
Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15