Íslendingar ekki lengur meðal eigenda Tiger í Noregi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:45 Vöruúrvalið í Flying Tiger Copenhagen, sem hét áður Tiger, er fjölbreytt. Getty/Jeff Greenberg Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum. Noregur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum.
Noregur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira