Marsleiðangur í hættu vegna fallhlífargalla Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 15:28 Frumgerð af Marsjeppanum sem hefur fengið nafnið Rosalind Franklin. Vísir/Getty Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00