„Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 19:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira