Raforkulöggjöf sem hefur reynst vel Hörður Arnarson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Hörður Arnarson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun