Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Höfundar kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Vísir/Friðrik Þór Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag. Þriðji orkupakkinn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag.
Þriðji orkupakkinn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira