Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 08:55 MS-1 geimbúningurinn. Mynd/Daniel Leeb. Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb. Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb.
Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði