Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2019 21:30 Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00