Vilja draga úr dauðaslysum Ari Brynjólfsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum í Noregi, og Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, eru meðal höfunda rannsóknarinnar. Mynd/Kristinn Ingvarsson Áverkar á stórum æðum líkamans eru ein helsta dánarorsök í umferðarslysum en slík slys eru jafnframt algengasta orsök ótímabærs dauða hjá ungu fólki á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar íslenskra vísindamanna sem birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Surgery. Í ljós kemur að stóræðaáverkar eru ekki mjög algengir hér á landi þótt dauðaslys í umferðinni séu algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Engu að síður eru þetta alvarlegir áverkar þar sem helmingur sjúklinga lætur lífið á vettvangi og 13 prósent til viðbótar á leið á sjúkrahús. Af þeim sem ná lifandi inn á sjúkrahús nær 71 prósent að útskrifast. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi, er fyrsti höfundur greinarinnar en rannsókninni stýrði Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Það eru ekki margir sem hafa gert nákvæmlega svona rannsókn á æðaáverkum í kjölfar umferðarslysa, enda litum við á alla sjúklinga með þessa áverka, þá sem létust á vettvangi, voru á leið á sjúkrahús en líka þá sem voru lagðir inn. Þetta var hægt með því að skoða bæði sjúkra- og krufningarskýrslur. Þetta er algengasti áverkinn ásamt höfuðáverkum sem dregur fólk til dauða í umferðarslysum,“ segir Bergrós. Í rannsókninni voru 62 einstaklingar sem lentu í umferðarslysi og hlutu áverka á stórar slag- eða bláæðar, á tólf ára tímabili, á árunum 2000 til 2011. Oftast var um að ræða karlmenn og var meðalaldur 44 ár. Flestir hlutu æðaáverkana eftir framanákeyrslu en alvarlegustu áverkarnir voru á brjósthluta og kviðarholshluta ósæðar. Reyndust allir sjúklingarnir nema einn vera með lífshættulega áverka. Átján sjúklingar þurftu á bráðaaðgerð að halda, oftast opinni aðgerð á brjóst- eða kviðarholi þar sem blæðing var stöðvuð og gert við æðarnar.Hér má sjá röntgenmynd af dæmigerðu rofi á ósæð eftir alvarlegt bílslys.Mynd/Tómas GuðbjartssonAð meðaltali var legutími á sjúkrahúsi 34 dagar en af þeim 15 sjúklingum sem náðu að útskrifast af sjúkrahúsi voru 13 á lífi fimm árum síðar. „Þetta eru mjög góðar lífslíkur, sérstaklega út frá því um hversu alvarlega áverka er að ræða,“ segir Bergrós. „Banvænustu áverkarnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Einnig getur komið rof á ósæð við mikið högg á kviðinn. Þá getur blætt mjög mikið og hratt, og ef einstaklingurinn fær ekki meðhöndlun strax þá er dánartíðnin mjög há.“ Tómas tekur undir það. „Fyrir sjúklingana sem lifa sjálfan áverkann af skiptir öllu að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús og geta mínútur skipt máli. Oft er sjúklingunum gefið blóð og í alvarlegustu tilfellunum er gripið til bráðaskurðaðgerða þar sem blæðingin er stöðvuð,“ segir Tómas. Athygli vekur að karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum. Rannsóknin tekur þó ekki til hvers vegna svo sé. Bergrós segir að hún hafi reynt að kanna áhrif áfengis og lyfjanotkunar en ekki hafi verið hægt að draga neinar ályktanir þar sem skráningum um slíkt er ábótavant. Samkvæmt Samgöngustofu slösuðust 16.204 einstaklingar í umferðinni yfir rannsóknartímabilið, þar af 12 prósent alvarlega og 2 prósent létust innan 30 daga. Til dæmis létust 18 einstaklingar í umferðinni í fyrra; níu Íslendingar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland með næsthæstu banaslysatíðni í umferðarslysum á Norðurlöndum á eftir Finnlandi en Svíar eru með næstum helmingi lægri tíðni en Finnar og Íslendingar. „Það er mun auðveldara að gera svona rannsókn hér á landi en erlendis. Á Íslandi eru allir sem láta lífið í slysum krufðir, það er ekki endilega gert erlendis. Þannig fáum við yfirsýn yfir dánarorsök allra sem lenda í slysum og getum þannig reynt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni,“ segir Bergrós. Tómas segir Ísland standa ágætlega í erlendum samanburði þegar tekið er tillit til alvarleika áverkanna. „Með nýjungum í meðferð eins og æðafóðringum, meðferð sem er veitt hér á landi, má vonandi ná enn betri árangri í framtíðinni. Mikilvægast er þó að fyrirbyggja þessi slys en til þess að geta það verðum við að vita hvaða áverkar það eru sem eru hættulegastir. Það er eitt af því sem þessi rannsókn skilur eftir sig,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umferðaröryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Áverkar á stórum æðum líkamans eru ein helsta dánarorsök í umferðarslysum en slík slys eru jafnframt algengasta orsök ótímabærs dauða hjá ungu fólki á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar íslenskra vísindamanna sem birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Surgery. Í ljós kemur að stóræðaáverkar eru ekki mjög algengir hér á landi þótt dauðaslys í umferðinni séu algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Engu að síður eru þetta alvarlegir áverkar þar sem helmingur sjúklinga lætur lífið á vettvangi og 13 prósent til viðbótar á leið á sjúkrahús. Af þeim sem ná lifandi inn á sjúkrahús nær 71 prósent að útskrifast. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi, er fyrsti höfundur greinarinnar en rannsókninni stýrði Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Það eru ekki margir sem hafa gert nákvæmlega svona rannsókn á æðaáverkum í kjölfar umferðarslysa, enda litum við á alla sjúklinga með þessa áverka, þá sem létust á vettvangi, voru á leið á sjúkrahús en líka þá sem voru lagðir inn. Þetta var hægt með því að skoða bæði sjúkra- og krufningarskýrslur. Þetta er algengasti áverkinn ásamt höfuðáverkum sem dregur fólk til dauða í umferðarslysum,“ segir Bergrós. Í rannsókninni voru 62 einstaklingar sem lentu í umferðarslysi og hlutu áverka á stórar slag- eða bláæðar, á tólf ára tímabili, á árunum 2000 til 2011. Oftast var um að ræða karlmenn og var meðalaldur 44 ár. Flestir hlutu æðaáverkana eftir framanákeyrslu en alvarlegustu áverkarnir voru á brjósthluta og kviðarholshluta ósæðar. Reyndust allir sjúklingarnir nema einn vera með lífshættulega áverka. Átján sjúklingar þurftu á bráðaaðgerð að halda, oftast opinni aðgerð á brjóst- eða kviðarholi þar sem blæðing var stöðvuð og gert við æðarnar.Hér má sjá röntgenmynd af dæmigerðu rofi á ósæð eftir alvarlegt bílslys.Mynd/Tómas GuðbjartssonAð meðaltali var legutími á sjúkrahúsi 34 dagar en af þeim 15 sjúklingum sem náðu að útskrifast af sjúkrahúsi voru 13 á lífi fimm árum síðar. „Þetta eru mjög góðar lífslíkur, sérstaklega út frá því um hversu alvarlega áverka er að ræða,“ segir Bergrós. „Banvænustu áverkarnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Einnig getur komið rof á ósæð við mikið högg á kviðinn. Þá getur blætt mjög mikið og hratt, og ef einstaklingurinn fær ekki meðhöndlun strax þá er dánartíðnin mjög há.“ Tómas tekur undir það. „Fyrir sjúklingana sem lifa sjálfan áverkann af skiptir öllu að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús og geta mínútur skipt máli. Oft er sjúklingunum gefið blóð og í alvarlegustu tilfellunum er gripið til bráðaskurðaðgerða þar sem blæðingin er stöðvuð,“ segir Tómas. Athygli vekur að karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum. Rannsóknin tekur þó ekki til hvers vegna svo sé. Bergrós segir að hún hafi reynt að kanna áhrif áfengis og lyfjanotkunar en ekki hafi verið hægt að draga neinar ályktanir þar sem skráningum um slíkt er ábótavant. Samkvæmt Samgöngustofu slösuðust 16.204 einstaklingar í umferðinni yfir rannsóknartímabilið, þar af 12 prósent alvarlega og 2 prósent létust innan 30 daga. Til dæmis létust 18 einstaklingar í umferðinni í fyrra; níu Íslendingar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland með næsthæstu banaslysatíðni í umferðarslysum á Norðurlöndum á eftir Finnlandi en Svíar eru með næstum helmingi lægri tíðni en Finnar og Íslendingar. „Það er mun auðveldara að gera svona rannsókn hér á landi en erlendis. Á Íslandi eru allir sem láta lífið í slysum krufðir, það er ekki endilega gert erlendis. Þannig fáum við yfirsýn yfir dánarorsök allra sem lenda í slysum og getum þannig reynt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni,“ segir Bergrós. Tómas segir Ísland standa ágætlega í erlendum samanburði þegar tekið er tillit til alvarleika áverkanna. „Með nýjungum í meðferð eins og æðafóðringum, meðferð sem er veitt hér á landi, má vonandi ná enn betri árangri í framtíðinni. Mikilvægast er þó að fyrirbyggja þessi slys en til þess að geta það verðum við að vita hvaða áverkar það eru sem eru hættulegastir. Það er eitt af því sem þessi rannsókn skilur eftir sig,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umferðaröryggi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira