Óþörf nefnd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 06:45 Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar