Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2019 08:19 Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn. Mynd/TV-2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust: Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust:
Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent