Brexit er Íslandi þungt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. ágúst 2019 06:45 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur til máls í breska þinginu. Fréttablaðið/AFP Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira