Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:24 Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Aðstandendur WAB air hyggjast reisa félagið á grunni WOW en kaupa þó ekkert úr þrotabúi hins fallna flugfélags. vísir/vilhelm WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00