Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:03 21 lét lífið í skotárásinni á laugardag. Vísir/Getty Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent