Nýr þriggja ára samningur um samstarf KA og Þórs í kvennahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 14:30 KA/Þór fékk fjórum stigum meira en Stjarnan á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Akureyrarfélögin geta ekki lengur unnið saman í karlahandboltanum en KA og Þór ætla að halda áfram að reka saman kvennalið næstu árin. Nýliðar KA/Þór stóðu sig mjög vel í Olís deild kvenna síðasta vetur þar sem liðið hélt örugglega sæti sínu og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið endaði í 5. sæti með níu sigra og nítján stig. Það var ljóst að þetta samstarf Akureyrarfélaganna gekk mjög vel og það var full ástæða til að halda því áfram. Í gær var síðan undirritaður samstarfssamningur milli Þórs og KA um áframhaldandi rekstur handknattleiksliðs kvenna en liðið spilar undir nafninu KA/Þór. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Þórs þar sem má finna upplýsingar um nýja samninginn.Þór og KA framlengja samstarf vegna rekstur KA/Þórs https://t.co/tVmu0Xc3r0#handboltipic.twitter.com/vTOYPTO0GN — Íþróttafélagið Þór (@thorsport) August 8, 2019Samningurinn er að fyrirmynd rekstrarforms knattspyrnuliðs Þór/KA en samstarf félaganna í handboltanum má rekja aftur til ársins 2003. Með nýju rekstrarformi ætla menn sér að bæta alla umgjörð liðsins og þannig leggja sitt að mörkum við að halda liðinu áfram í fremstu röð. Rekstur KA/Þórs mun samkvæmt samningnum vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Liðið mun spila áfram í sömu búningum sem er í hlutlausum litum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Samningur þessi gildir frá og með undirritun til maí 2022. Um endurskoðun á samstarfinu segir í samningnum ,,Að tveimur keppnistímabilum liðnum skulu samningsaðilar skoða framlengingu á samningi þessum og skal sú skoðun eiga sér stað eigi síðar en í maí 2021“. Bæði félögin hafa skipað sex manna stjórn KA/Þórs það er þrír frá hvoru félagi. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Akureyrarfélögin geta ekki lengur unnið saman í karlahandboltanum en KA og Þór ætla að halda áfram að reka saman kvennalið næstu árin. Nýliðar KA/Þór stóðu sig mjög vel í Olís deild kvenna síðasta vetur þar sem liðið hélt örugglega sæti sínu og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið endaði í 5. sæti með níu sigra og nítján stig. Það var ljóst að þetta samstarf Akureyrarfélaganna gekk mjög vel og það var full ástæða til að halda því áfram. Í gær var síðan undirritaður samstarfssamningur milli Þórs og KA um áframhaldandi rekstur handknattleiksliðs kvenna en liðið spilar undir nafninu KA/Þór. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Þórs þar sem má finna upplýsingar um nýja samninginn.Þór og KA framlengja samstarf vegna rekstur KA/Þórs https://t.co/tVmu0Xc3r0#handboltipic.twitter.com/vTOYPTO0GN — Íþróttafélagið Þór (@thorsport) August 8, 2019Samningurinn er að fyrirmynd rekstrarforms knattspyrnuliðs Þór/KA en samstarf félaganna í handboltanum má rekja aftur til ársins 2003. Með nýju rekstrarformi ætla menn sér að bæta alla umgjörð liðsins og þannig leggja sitt að mörkum við að halda liðinu áfram í fremstu röð. Rekstur KA/Þórs mun samkvæmt samningnum vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Liðið mun spila áfram í sömu búningum sem er í hlutlausum litum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Samningur þessi gildir frá og með undirritun til maí 2022. Um endurskoðun á samstarfinu segir í samningnum ,,Að tveimur keppnistímabilum liðnum skulu samningsaðilar skoða framlengingu á samningi þessum og skal sú skoðun eiga sér stað eigi síðar en í maí 2021“. Bæði félögin hafa skipað sex manna stjórn KA/Þórs það er þrír frá hvoru félagi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni