Ráðherra undrast að sjúkraflug hafi tafist vegna óvissu um greiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2019 12:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira