Frétt fyrir rétt Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun