Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2019 23:03 Steinunn Þóra segir málið ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs. Fréttamiðillinn Viljinn, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. Fullyrðingin gengur í berhögg við upplýsingar sem fréttastofa fékk frá báðum nefndarmönnum, Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni þar sem þau sögðu nefndina hafa komist að niðurstöðu í málinu en þorri þeirrar vinnu sem eftir væri lyti að frágangi. Í samtali við fréttastofu í kvöld sagði Steinunn Þóra að málið strandaði ekki á andmælum Bergþórs. Hún vildi þó ekki tjá sig neitt um innihald andmælabréfs Bergþórs. Hún sagði að stefnan væri sett á að birta niðurstöðu nefndarinnar í málinu fyrir helgi. Viljinn kveðst hafa heimildir fyrir því að Bergþór segðist í andmælabréfi sínu ekki vera gerandinn í málinu og vísaði til ummæla sinna um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann á þá að hafa sagt að það væri galið að vera útmálaður í hlutverki geranda vegna ummæla hans á Klausturbar.Albertína Friðbjörg hefur áður hafnað ásökunum Bergþórs.Viljinn segist þá einnig hafa heimildir fyrir því að Bergþór geri alvarlegar athugasemdir við að forsætisnefnd vinni álit upp úr upptökum sem væru ólöglegar en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmanna á Klausturbar hefði verið ólögleg og var henni gert að eyða upptökunni.Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina tala um Albertínu og saka hana um að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. Stundin hefur eftir Bergþóri Ólasyni: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það?“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 […] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á þá að hafa sagt að mennirnir myndu aldrei ná bata nema með því að opna sig „og það í opnuviðtali“. Ekki náðist í Albertínu við gerð þessarar fréttar en hún hefur áður þvertekið fyrir ásakanir þingmannanna en í samtali við Stundina sagði hún: „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ sagði Albertína og bætti við: „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki náðist í Bergþór Ólason né Harald Benediktsson, fulltrúa í forsætisnefnd, við gerð fréttarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fréttamiðillinn Viljinn, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. Fullyrðingin gengur í berhögg við upplýsingar sem fréttastofa fékk frá báðum nefndarmönnum, Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni þar sem þau sögðu nefndina hafa komist að niðurstöðu í málinu en þorri þeirrar vinnu sem eftir væri lyti að frágangi. Í samtali við fréttastofu í kvöld sagði Steinunn Þóra að málið strandaði ekki á andmælum Bergþórs. Hún vildi þó ekki tjá sig neitt um innihald andmælabréfs Bergþórs. Hún sagði að stefnan væri sett á að birta niðurstöðu nefndarinnar í málinu fyrir helgi. Viljinn kveðst hafa heimildir fyrir því að Bergþór segðist í andmælabréfi sínu ekki vera gerandinn í málinu og vísaði til ummæla sinna um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann á þá að hafa sagt að það væri galið að vera útmálaður í hlutverki geranda vegna ummæla hans á Klausturbar.Albertína Friðbjörg hefur áður hafnað ásökunum Bergþórs.Viljinn segist þá einnig hafa heimildir fyrir því að Bergþór geri alvarlegar athugasemdir við að forsætisnefnd vinni álit upp úr upptökum sem væru ólöglegar en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmanna á Klausturbar hefði verið ólögleg og var henni gert að eyða upptökunni.Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina tala um Albertínu og saka hana um að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. Stundin hefur eftir Bergþóri Ólasyni: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það?“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 […] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á þá að hafa sagt að mennirnir myndu aldrei ná bata nema með því að opna sig „og það í opnuviðtali“. Ekki náðist í Albertínu við gerð þessarar fréttar en hún hefur áður þvertekið fyrir ásakanir þingmannanna en í samtali við Stundina sagði hún: „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ sagði Albertína og bætti við: „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki náðist í Bergþór Ólason né Harald Benediktsson, fulltrúa í forsætisnefnd, við gerð fréttarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04