Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 09:36 Frá mótmælunum í Hong Kong í dag. Þeir krefjast meðal annars óháðrar rannsóknar á aðförum lögreglumanna við upphaf mótmælahrinunnar. Vísir/EPA Mótmælendur í Hong Kong láta engan bilbug á sér finna og er lögregla þar með mikinn viðbúnað vegna áframhaldandi aðgerða í dag. Tugir þúsunda manna hafa þegar safnast saman í borginni. Sérstaklega grannt er fylgst með þeim eftir að sprengiefni fannst sem hefur verið bendlað við mótmælendur. Upphaflega beindust mótmælin í Hong Kong að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á fólki þaðan til meginlands Kína. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin halda áfram og snúast nú almennt um lýðræði í Hong Kong. Þetta er sjöunda helgi mótmælanna og er búist við tugum þúsunda manna á hefðbundnum stöðum mótmælenda í dag. Yfirvöld segjast búast við því versta í dag. Vegartálmar hafa verið styrktir og leið mótmælagöngu hefur verið breytt til að vísa mótmælendunum frá stjórnarbyggingum. Um 4.000 lögreglumenn eiga að gæta öryggis í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír voru handteknir í tengslum við sprengiefnið sem lögreglan lagði hald á fyrir helgi. Lögreglan segir að auk mikils magns sprengiefnis, hníf, járnstanga, gasgríma og hlífðargleraugna hafi hún fundið bæklinga og borða mótmælenda. Í gær komu þúsundir manna saman í borginni til stuðnings lögreglunni og til að mótmæla ofbeldisverkum í mótmælum lýðræðissinna. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong láta engan bilbug á sér finna og er lögregla þar með mikinn viðbúnað vegna áframhaldandi aðgerða í dag. Tugir þúsunda manna hafa þegar safnast saman í borginni. Sérstaklega grannt er fylgst með þeim eftir að sprengiefni fannst sem hefur verið bendlað við mótmælendur. Upphaflega beindust mótmælin í Hong Kong að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á fólki þaðan til meginlands Kína. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin halda áfram og snúast nú almennt um lýðræði í Hong Kong. Þetta er sjöunda helgi mótmælanna og er búist við tugum þúsunda manna á hefðbundnum stöðum mótmælenda í dag. Yfirvöld segjast búast við því versta í dag. Vegartálmar hafa verið styrktir og leið mótmælagöngu hefur verið breytt til að vísa mótmælendunum frá stjórnarbyggingum. Um 4.000 lögreglumenn eiga að gæta öryggis í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír voru handteknir í tengslum við sprengiefnið sem lögreglan lagði hald á fyrir helgi. Lögreglan segir að auk mikils magns sprengiefnis, hníf, járnstanga, gasgríma og hlífðargleraugna hafi hún fundið bæklinga og borða mótmælenda. Í gær komu þúsundir manna saman í borginni til stuðnings lögreglunni og til að mótmæla ofbeldisverkum í mótmælum lýðræðissinna.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58