Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. júlí 2019 10:53 Hrafn Jökulsson kippir sér ekki upp við hótanir sem honum og Elísabetu Jökulsdóttur hafa borist. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent