Árekstur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar