Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stjórnvöld í Íran eiga nú í erfiðum og eldfimum deilum við Vesturlönd. Nordicphotos/AFP Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00