Afgönsk stjórnvöld vilja að Trump skýri ummæli um gereyðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 09:01 Á fundi með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, fullyrti Trump að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að láta stórum sprengjum rigna yfir landið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira