Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. Fréttablaðið/Stefán Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira