Hvalirnir fljótlega á bak og burt þegar björgunarfólk bar að garði Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 23:40 Björgunarsveitir hafa áður þurft að grípa til aðgerða vegna grindhvala, síðast í Kolgrafafirði sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum. Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Allar björgunarsveitir á Reykjanesi voru kallaðar út upp úr klukkan níu í kvöld þegar grindhvalavaða hafði komið sér fyrir í Keflavíkurhöfn. Óstaðfestar tölur segja að um þrettán hvalir hafi verið í höfninni, en þeir héldu sig í miðri höfninni. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru komnir tveir bátar á flot. Þegar fyrsti báturinn var kominn á flot um tíuleytið í kvöld sást ekki lengur til hvalanna og hafa þeir ekki sést síðan. Stuttu fyrir ellefu voru því allar björgunarsveitir afturkallaðar. Hann segir verkefninu lokið af hálfu Landsbjargar sem stendur en mögulegt er hvalirnir snúi aftur. Ekki er vitað hvort hvalirnir hafi fælst frá þegar fyrsti báturinn var settur á flot eða þeir horfið frá af sjálfsdáðum. „Í raun og veru þurftu björgunarsveitirnar ekkert að gera, það kom aldrei til þess að reka þá í burtu,“ segir Davíð í samtali við Vísi.Dæmi um að vöður snúi aftur Fyrr í vikunni var greint frá því að miklu magni af makríl hafði verið mokað upp úr höfninni en makrílvertíðin á Reykjanesi hófst mun fyrr en venjulega í ár. Hægt sé að rekja það til þess að sjávarhitinn er um tveimur gráðum hærri nú en í venjulegu árferði. Davíð segir það vera mögulega skýringu á veru hvalanna í höfninni. „Menn vilja mögulega vera að tengja þetta saman, að grindhvalirnir hafi verið að elta hann uppi. Þeir gætu alveg eins komið aftur.“ Björgunarsveitin hefur áður þurft að bregðast við vegna hvala sem sjást við strendur Íslands. Síðasta sumar þurftu björgunarsveitir að bregðast við vegna grindhvalavöðu í Kolgrafafirði sem sneri aftur þrátt fyrir að búið væri að fæla þær í burtu. „Það er mögulega hægt að segja það að þetta sé orðin ný sérhæfing hjá björgunarsveitum að reka hvali. Menn á Suðurnesjum voru fljótir að hringja í kollega sína á Snæfellsnesi að fá góð ráð því þeir voru náttúrulega á kafi í þessu í fyrra í nokkra daga,“ segir Davíð að lokum.
Björgunarsveitir Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28 Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Grindhvalavaða í miðri Keflavíkurhöfn Hvalirnir halda sig í hóp í miðri höfninni. 26. júlí 2019 21:28
Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. 29. júlí 2012 11:12