Frumkvöðull í kynjaveislum efins um ágæti þeirra í dag Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2019 21:23 Kynjaveislur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár þar sem kyn barnsins er tilkynnt með annað hvort bleikum eða bláum lit. Vísir/Getty Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49