Heilsa Navalní sögð ásættanleg Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 10:45 Navalní var handtekinn fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina. Vísir/EPA Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússland, verður útskrifaður af sjúkrahúsi síðar í dag og er heilsa hans sögð ásættanleg. Navalní var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann sýndi einkenni bráðaofnæmis í fangelsi þar sem honum var haldið vegna mótmæla í Moskvu um helgina. Ólíkum sögum fer af veikindum Navalní. Einn lækna hans segir mögulegt að eitrað hafi verið fyrir honum með óþekktu efni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Læknir á sjúkrahúsinu sagði aftur á móti við Interfax-fréttastofuna í gær að Navalní hefði greinst með ofsakláða og hann væri á batavegi. Sjúkrahúsið segir nú að Navalní sé í „ásættanlegu ástandi“. Navalní var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina sem stjórnvöld höfðu ekki veitt leyfi fyrir. Fleiri en þúsund mótmælendur voru handtekin um helgina.Breska ríkisútvarpið BBC segir að um tuttugu manns, þar á meðal blaðamenn, hafi verið handteknir fyrir utan fangelsissjúkrahúsið þar sem Navalní var vistaður í gær. Algengt er að stjórnarandstæðingar og gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda láti lífið við grunsamlegar aðstæður. Bresk stjórnvöld saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í fyrra. Eins er talið að Rússar hafi eitrað fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem upplýsti um stórfelld fjársvik embættismanna, er talinn hafa verið barinn til ólífis í fangelsi árið 2009. Rússland Tengdar fréttir Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússland, verður útskrifaður af sjúkrahúsi síðar í dag og er heilsa hans sögð ásættanleg. Navalní var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann sýndi einkenni bráðaofnæmis í fangelsi þar sem honum var haldið vegna mótmæla í Moskvu um helgina. Ólíkum sögum fer af veikindum Navalní. Einn lækna hans segir mögulegt að eitrað hafi verið fyrir honum með óþekktu efni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Læknir á sjúkrahúsinu sagði aftur á móti við Interfax-fréttastofuna í gær að Navalní hefði greinst með ofsakláða og hann væri á batavegi. Sjúkrahúsið segir nú að Navalní sé í „ásættanlegu ástandi“. Navalní var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina sem stjórnvöld höfðu ekki veitt leyfi fyrir. Fleiri en þúsund mótmælendur voru handtekin um helgina.Breska ríkisútvarpið BBC segir að um tuttugu manns, þar á meðal blaðamenn, hafi verið handteknir fyrir utan fangelsissjúkrahúsið þar sem Navalní var vistaður í gær. Algengt er að stjórnarandstæðingar og gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda láti lífið við grunsamlegar aðstæður. Bresk stjórnvöld saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í fyrra. Eins er talið að Rússar hafi eitrað fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem upplýsti um stórfelld fjársvik embættismanna, er talinn hafa verið barinn til ólífis í fangelsi árið 2009.
Rússland Tengdar fréttir Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51