Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. júlí 2019 14:13 Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“ Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira