Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 14:31 Áróðursspjald Orkunnar okkar utan á strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er leyfilegt að hengja upp slík spjöld á skýlin. Skjáskot Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus. Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus.
Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira