Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 15:14 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58