Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2019 07:00 Dómari við héraðsdóm átaldi lögmanninn Vísir/Hanna Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira