Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. júlí 2019 23:55 Aðgerðum er stýrt frá aðgerðarstjórnstöðinni á Selfossi. Vísir/Jói K Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni. Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni.
Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41