Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey. Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey.
Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira