Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 20:58 Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira