Rúllandi snjóbolti laðar til sín gesti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Eygló Harðardóttir, myndlistarmaður ársins, er meðal sýnenda. Myndir/Bryndís Reynisdóttir Enn hefur Bræðslunni á Djúpavogi verið breytt í vettvang stórrar, alþjóðlegrar samtímalistsýningar. Sýningin Rúllandi snjóbolti / 12, var opnuð þar um síðustu helgi. Hátt á annað hundrað manns voru viðstödd opnunina og við erum í skýjunum,“ segir Bryndís Reynisdóttir, menningarmálafulltrúi á Djúpavogi, um sýninguna Rúllandi snjóbolta / 12. Hún segir forkólfana Ineke og Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og starfsfólk Chinese European Art Center (CEAC) hafa unnið baki brotnu að uppsetningu hennar, ásamt Þór Vigfússyni listamanni. Svo taka allir bæjarbúar taka þátt, starfsfólk sveitarfélagsins, börnin í bæjarvinnunni, kvenfélagskonurnar … það leggjast allir á eitt við að gera þennan dag sem glæsilegastan.“ Alls taka 24 listamenn frá Íslandi, öðrum Evrópulöndum og Asíu þátt í sýningunni sem er skipulögð af CEAC og er samstarfsverkefni þeirrar stofnunar og Djúpavogshrepps. Hún er meðal stærstu samtímalistsýninga á Íslandi. Spurð hvort eitthvert verk þar veki athygli umfram annað svarar Bryndís: „Það er erfitt að velja eitthvað eitt, þau eru hvert öðru glæsilegra og vekja öll athygli og umræðu.“ Bryndís segir sýninguna opna alla daga til 8. ágúst frá 11-16 og eflaust eigi margir eftir að koma þar við enda ókeypis inn. „Hér er mikið rennerí ferðamanna og Bræðslan er við smábátabryggjuna eins og eggin hans Sigurðar Guðmundssonar. Við höfum ekki nákvæmar tölur um fjölda gesta síðustu ár en viljum meina að um 8.000 manns hafi séð sýningarnar.“Kristján Guðmundsson og verkið hans.Nick Renshaw er maðurinn bak við þetta verk.Guðrún Benediktsdóttir er höfundur þessa verks. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Menning Myndlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Enn hefur Bræðslunni á Djúpavogi verið breytt í vettvang stórrar, alþjóðlegrar samtímalistsýningar. Sýningin Rúllandi snjóbolti / 12, var opnuð þar um síðustu helgi. Hátt á annað hundrað manns voru viðstödd opnunina og við erum í skýjunum,“ segir Bryndís Reynisdóttir, menningarmálafulltrúi á Djúpavogi, um sýninguna Rúllandi snjóbolta / 12. Hún segir forkólfana Ineke og Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og starfsfólk Chinese European Art Center (CEAC) hafa unnið baki brotnu að uppsetningu hennar, ásamt Þór Vigfússyni listamanni. Svo taka allir bæjarbúar taka þátt, starfsfólk sveitarfélagsins, börnin í bæjarvinnunni, kvenfélagskonurnar … það leggjast allir á eitt við að gera þennan dag sem glæsilegastan.“ Alls taka 24 listamenn frá Íslandi, öðrum Evrópulöndum og Asíu þátt í sýningunni sem er skipulögð af CEAC og er samstarfsverkefni þeirrar stofnunar og Djúpavogshrepps. Hún er meðal stærstu samtímalistsýninga á Íslandi. Spurð hvort eitthvert verk þar veki athygli umfram annað svarar Bryndís: „Það er erfitt að velja eitthvað eitt, þau eru hvert öðru glæsilegra og vekja öll athygli og umræðu.“ Bryndís segir sýninguna opna alla daga til 8. ágúst frá 11-16 og eflaust eigi margir eftir að koma þar við enda ókeypis inn. „Hér er mikið rennerí ferðamanna og Bræðslan er við smábátabryggjuna eins og eggin hans Sigurðar Guðmundssonar. Við höfum ekki nákvæmar tölur um fjölda gesta síðustu ár en viljum meina að um 8.000 manns hafi séð sýningarnar.“Kristján Guðmundsson og verkið hans.Nick Renshaw er maðurinn bak við þetta verk.Guðrún Benediktsdóttir er höfundur þessa verks.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Menning Myndlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira