Til hagsbóta fyrir neytendur Kristján Þór Júlíusson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Í kjölfar undirritunar nýs tollasamnings milli Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 var fyrirséð að svokallaðir tollkvótar myndu stækka umtalsvert. Með því var stigið skref í að auka tollfrjálsan innflutning á tilteknum landbúnaðarvörum. Tollkvótar eru í eðli sínu ávísun á takmörkuð verðmæti og hefur eftirspurn eftir þeim aukist á síðastliðnum árum. Gildandi regluverk við þá úthlutun er með þeim hætti að tollkvótarnir eru boðnir út og þeim úthlutað til hæstbjóðenda. Þessi gjaldtaka hefur skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki samningsins liggur. Ég tel þetta fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta óeðlilegt og ósanngjarnt. Því skipaði ég í júní í fyrra starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða þetta fyrirkomulag og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meiri mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Hópurinn skilaði skýrslu í upphafi þessa árs en í honum áttu sæti fulltrúar neytenda, bænda, verslunar og stjórnvalda. Nú hefur frumvarp verið birt á samráðsgátt stjórnvalda sem byggir á tillögum hópsins. Þar er lagt til að tollkvótum verði úthlutað með því að styðjast við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Í því felst að lægsta samþykkta tilboð útboðs ákvarði verð allra samþykktra tilboða. Jafnframt er lagt til að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði nútímavædd og fari fram á rafrænu vefsvæði og að allir tollkvótar verði boðnir út á sama tíma. Einnig má nefna þá breytingu að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Ég bind vonir við að framangreindar breytingar leiði til þess að kostnaður vegna útboða tollkvóta lækki talsvert. En einnig, og það skiptir mestu: Að neytendur njóti aukinnar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs. Þá verði allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Landbúnaður Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar undirritunar nýs tollasamnings milli Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 var fyrirséð að svokallaðir tollkvótar myndu stækka umtalsvert. Með því var stigið skref í að auka tollfrjálsan innflutning á tilteknum landbúnaðarvörum. Tollkvótar eru í eðli sínu ávísun á takmörkuð verðmæti og hefur eftirspurn eftir þeim aukist á síðastliðnum árum. Gildandi regluverk við þá úthlutun er með þeim hætti að tollkvótarnir eru boðnir út og þeim úthlutað til hæstbjóðenda. Þessi gjaldtaka hefur skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki samningsins liggur. Ég tel þetta fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta óeðlilegt og ósanngjarnt. Því skipaði ég í júní í fyrra starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða þetta fyrirkomulag og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meiri mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Hópurinn skilaði skýrslu í upphafi þessa árs en í honum áttu sæti fulltrúar neytenda, bænda, verslunar og stjórnvalda. Nú hefur frumvarp verið birt á samráðsgátt stjórnvalda sem byggir á tillögum hópsins. Þar er lagt til að tollkvótum verði úthlutað með því að styðjast við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Í því felst að lægsta samþykkta tilboð útboðs ákvarði verð allra samþykktra tilboða. Jafnframt er lagt til að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði nútímavædd og fari fram á rafrænu vefsvæði og að allir tollkvótar verði boðnir út á sama tíma. Einnig má nefna þá breytingu að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Ég bind vonir við að framangreindar breytingar leiði til þess að kostnaður vegna útboða tollkvóta lækki talsvert. En einnig, og það skiptir mestu: Að neytendur njóti aukinnar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs. Þá verði allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar