Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2019 18:00 Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti. Hæstiréttur hafnaði endurupptöku sakamáls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í maí síðastliðnum en í því máli lá fyrir áfellisdómur hjá MDE í Strassborg. Þá hafði endurupptökunefnd einnig fallist á beiðni til endurupptöku. Hæstiréttur vísaði til þess að það vantaði skýra lagaheimild. Vísir/Eyþór Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Dómsmál Dómstólar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira