Sadio Mané: Væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 16:30 Sadio Mané með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Etsuo Hara Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira