Allt sem tengist ljósmyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 10:00 Baldvin Einarsson rekur Saga Fotografica á Siglufirði ásamt konu sinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur. Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira