Þorpstjörnin að þorna upp vegna sundlaugar Pálmi Kormákur skrifar 1. júlí 2019 07:15 Myndin er frá 2005. Þar sjást unglingar synda í vatnsmikilli tjörninni sem er ekki svipur hjá sjón í dag. „Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira