Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:19 Spjöll voru unnin í þingsalnum þegar mótmælendur brutu sér leið þangað inn. Máluðu þeir meðal annars yfir táknmynd Hong Kong í salnum. Vísir/EPA Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17