Við borðum víst hagvöxt Konráð S. Guðjónsson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun